Í nóvember var vísindavika í Pálmholti þar sem markmiðið var að kanna, skoða og prófa sig áfram með ýmis efni og verkefni. Unnið var þvert á deildar og fengu öll börnin tækifæri til að taka þátt og má segja að í mörgum verkefnum hafi undur og stórmerki gerst sem vakti undrun barnanna. Hér má sjá brot af þeim verkefnum sem voru framkvæmd.