news

Þorrablót í Pálmholti

22. 01. 2021

Komið sæl

Í dag er bóndadagur og óskum við strákum á öllum aldri til hamingju með daginn. Við tókum forskot og vorum með þorrablót í gær sem lukkaðist vel. Börnin smökkuðu hákarl, punga og sviðasultu auk þess að fá hangikjöt, saltkjöt, kartöflustöppu, rófustöppu, laufabrauð, harðfisk og íslenskt smjör með. Ánægja var mis mikil með þorramatinn en flestir smökkuðu sem þarf hugrekki til.

Takk fyrir vikuna og góða helgi

© 2016 - 2021 Karellen