news

Skólahald næstu daga

16. 03. 2020

Komið sæl kæru foreldrar/forráðamenn

Leikskólar eru viðkvæmar stofnanir og í dag hefur starfsfólk setið að skipulagningu á starfinu næstu daga/vikur ásamt því að þrífa sem mest það sem við komum til með að nota í starfinu. Við höfum gert ráðstafanir til að uppfylla kvaðir um takmörkun skólastarfs með það að markmiði að auka hreinlæti, halda hópum fámennum og koma í veg fyrir samgang milli deilda og milli húsa auk þess að hlúa vel að börnunum og starfsfólki. Megintilgangur skólastarfsins á komandi vikum er að halda grunnstoðum samfélagsins gangandi. Kennsla verður með breyttu sniði og skipulagi og munu deildarstjórar senda ykkur upplýsingar varðandi breytingar á starfi deildanna.

Starfsfólk Pálmholts hefur gert ráðstafanir sem miða út frá því að við tökum á móti öllum börnum eins og staðan er í dag. Við biðjum foreldra að vera viðbúna því að staðan getur breyst og þá gerum við viðeigandi ráðstafanir.

Við höfum skipulagt starfið þannig að við verðum ekki með samnýtt svæði t.d. í sal og listasmiðju eins og hefur verið heldur verða deildirnar sjálfbærar með efnivið og leikföng.

Við höfum skipt efra húsi í tvö hólf og verður enginn samgangur milli barnanna á deildunum nema að hluta til í útiveru.

Við höfum skipt neðra húsi í þrjú hólf og verður ekki samgangur milli barnanna á deildunum nema að hluta til í útiveru.

Hver deild hefur sínar eigin snyrtingar og munum við haga skipulagi þannig að þau rekist sem minnst á.

Starfsfólk deilda þarf með þessu skipulagi ekki að ganga milli deilda eða húsa nema í undantekningartilvikum og er skipulag sérkennslu þannig að sérkennarar hafa skipt með sér verkum og eru ekki að fara milli húsa nema í neyð.

Ekki verður farið í heimsóknir í aðra skóla, iþróttahús, söfn eða aðrar samkomur.

Foreldrasamtöl frestast um óákveðinn tíma.

Allir skipulagðir viðburðir eða heimsóknir falla niður.

Ekki verður tekið á móti gestum eða nemum.

Hér fyrir neðan eru nokkur atriði sem við óskum eftir að þið kynnið ykkur og hjálpið okkur að framfylgja svo við séum örugglega að gera okkar besta til að vernda börn og starfsfólk og forðast smit.

 • Við erum heppin að hver deild á sína forstofu og því þurfum við ekki að gera neinar ráðstafanir þar nema við óskum eftir að foreldrar hópist ekki í forstofuna heldur meti stöðuna þegar þau koma með börnin.
 • Við munum passa að hafa fá börn í forstofunni þegar við erum að klæða úr og í fyrir útiveru.
 • Foreldrar eiga ekki að koma inn á deildir og ekki ganga í gegnum húsið þegar þau koma með og sækja börnin.
 • Æskilegt er að aðeins einn aðili komi með barnið/börnin í leikskólann hvert sinn.
 • Finni foreldri fyrir flensueinkennum er það beðið um að koma ekki inn í skólann.
 • Foreldrar eru beðnir að klippa neglur barna sinna
 • Hafi barn flensueinkenni s.s. kvef eru foreldrar beðnir um að halda þeim heima.
 • Börnin mega ekki koma með leikföng, bækur eða aðra hluti að heiman í leikskólann. Undanskilin eru öryggishlutir sem yngstu börnin eru með í hvíld en þau þrífum við hér í skólanum.
 • Teppi og koddar eru ekki sendir heim – við munum þvo það hér í leikskólanum.

Viðbragðsáætlun skólans er á heimasíðu Pálmholts og þar er að finna áætlun ef kemur til fjarveru starfsfólks vegna veikinda/sóttkví sem leiðir til fækkunar barna í leiskólanum.

http://palmholt.karellen.is/168-palmholt.karellen.is/viðbrögðvidveikindumstarfsfolks.pdf

Á heimasíðu Akureyrar má sjá fréttir frá skólahaldi á Akureyri:

https://www.akureyri.is/is/frettir/um-skolahald-a-akureyri

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við okkur.

Við gerum þetta vel og gerum þetta saman.


____________________________________________________________________________________________________

Dear parents / guardians
Today teachers and staff have been planning the teaching for next days and organize daily routine. The main purpose of schooling in the coming weeks is to keep the foundations of the community going.

The Palmholt staff has taken measures aimed at not reducing service. We ask parents to be prepared for the situation to change and we will take appropriate action.

It is very important that we know immediately whether or not a child comes to school. If a child does not come we ask you to register it preferably the day before at Karellen or by call. Those who intend to take longer time off need to report it to us. Good cooperation helps us to organize the work during these difficult times for all of us.

Please feel free to call or send us email if you have any concerns or further questions. Likewise, we ask that you contact us immediately if a suspicion of infection occurs in your environment

Planning for next days:

 • Children will be divided into smaller groups all day in the same area at their departments.
 • We have divided the upper house into two departments and there will be no communication between the children between deparments except partially outdoor.
 • We have divided the lower house into three departments and there will be no communication between the children between departments except partially outdoor.
 • Each department has private toilets for the children.

With this arrangement, teachers, special teachers and staff do not have to go between departments or houses except in exceptional cases.

 • Visits to other schools, gyms, museums or other gatherings will not be allowed.
 • Parent interviews are postponed
 • All scheduled events or visits are postponed and we will limit visitors

Below are things we want you to know and help us enforce so we can all do our best to protect children and staff and avoid infection.

 • Parents should not enter departments or walk through the school when they come and pick up the children.
 • Only one person at time bring the child to the school
 • A parent with flu symptoms should not come to the school
 • If the child has flu symptoms parents are asked to keep them at home.
 • Parents are asked to cut their children's nails
 • Children may not bring toys, books or other items from home to the school. Except safety items for the youngest children.
 • Blankets and pillows are not sent home - we will wash it here in the school.

The school's contingency plan is on Pálmholt's website and also a plan in case of absent teachers due to illness / quarantine which leads to a reduction in the number of children in the school.

http://palmholt.karellen.is/168-palmholt.karellen.is/viðbrögðvidveikindumstarfsfolks.pdf


On the Akureyri website you can see news from the school- office in Akureyri:
https://www.akureyri.is/is/frettir/um-skolahald-a-akureyri


Bestu kveðjur,

Drífa Þórarinsdóttir

Skólastjóri Pálmholts

Þingvallastræti

Sími 4626602

GSM 8651464

Netfang: drifath@akmennt.is


© 2016 - 2020 Karellen