news

Rýmingaræfing og slökkviliðið

18. 10. 2019

Þann 16 október var hjá okkur æfing á rýmingaráætlun skólans, þann dag ræsti skólastjóri brunabjöllu og allir, bæði börn og fullorðnir fóru fóru út um næsta neiðarútgang og söfnuðust saman á fyrirfram ákveðnum stöðum á skólalóðinni, að þessu sinni voru börnin undirbúin og vissu að þessi æfing væri í vændum og ekki fyrir löngu var búið að fara yfir með þeim hvernig á að bregðast við.
Við segjum með stollti frá að æfingin gekk mjög vel og öllum fannst mikilvægt að gera eins og búið var að kenna en á innan við 4 mínútum var búið að tæma og staðfesta að allir væru komnir úr efra húsi og það tók neðra húsið einungis 2,2 mínútur.

Föstudaginn 18. október komu svo þrír slökkviliðsmenn á tveimur bílum með sérstaka fræðslu til elstu barnanna í leikskólanum, þau fengu gott spjall og var síðan sýnd fræðandi teiknimynd. Þegar þeir fóru voru börnin kvödd með sírenuvæli og blikkljósum.

© 2016 - 2020 Karellen