news

Nýtt skólaár hafið

15. 08. 2019

Komið sæl

Nú er sumarleyfið á enda og starfið í Pálmholti komið á fullt skrið. Í síðustu viku fluttust börnin milli deilda og gekk það eins og í sögu. Nú í vikunni byrjuðu um 30 börn hjá okkur í Pálmholti og bjóðum við alla hjartanlega velkomna. Í skólanum eru nú 106 börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára. Við vitum ekki hvað varð um sumarið og vikan hefur verið frekar blaut en sem betur fer hefur sú gula látið sjá sig við og við. Við hlökkum til samstarfsins í vetur og gangi ykkur sem allra best.

Kveðja frá öllum í Pálmholti

© 2016 - 2020 Karellen