news

Karíus og Baktus

21. 02. 2020

komið sæl

Síðastliðinn föstudag fengu börnin í báðum húsum að sjá leikritið um Karíus og Baktus í tilefni að tannverndardeginum

Kennarar skólans skelltu sér í búning og léku þessa skemmtilegu karla sem bjuggu í munninum hans jens. Við hvetjum ykkur til að lesa söguna fyrir börnin og þá munu örugglega spretta upp skemmtilegar samræður enda voru börnin dolfallin á sýningunum. Sum barnanna voru reyndar frekar hrædd við þessa skrítnu karlar enda eru þeir frekar óhugnalegir en þó svo sum hafi grátið smá voru sýningarnar frábærar. Við þökkum þessum snillingum kærlega fyrir frábæran leik.© 2016 - 2021 Karellen