news

Fiskar í Pálmholti

30. 09. 2020

Í dag vorum við svo heppin að fá hluta af afla frá sjómanni sem á tengingu við skólann. Börnin voru mjög áhugasöm og lærðu heitin á fiskunum; Karfi, Ýsa, Þorskur, Krossfiskur, Koli, Skata og Steinbítur. Það fengu allir sem höfðu kjark og þor að koma við eða halda á fiskunum og sumir voru tilbúnir að fara með fiskinn í eldhúsið til Lilju, Lóu og Kollu og biðja þær að elda og hafa í hádegismatinn.


© 2016 - 2021 Karellen