news

Brekkusöngur

26. 05. 2020

Í dag kom Ívar Helgason frá tónlstarskólanum og söng með börnum og starfsfólki nokkur lög. Hann hóf söngstundina á vorlögum með von um að hlýnandi veður á komandi dögum enda var frekar svalt. Þó svo allir væru vel klæddir þá getur verið kalt að sitja kyrr svo við tókum líka nokkra hreyfisöngva til að fá yl í kroppinn. Ívar kom í neðra Pálmholt á miðvikudögum í vetur, eða þar til Covid 19 tímabilið hófst, og söng með eldri börnunum og var þessi samsöngur lok á vetrinum. Af því tilefni var börnum og kennurum í efra húsi boðið að koma og syngja með okkur.© 2016 - 2021 Karellen