Þar sem fréttir um heimsfaraldur einsog COVID 19 geta valdið ótta og kvíða hjá börnum viljum við minna á að ræða þessi mál af yfirvegun. Við munum halda okkar striki hér í Pálmholti og reiknum með óbreyttu skólahaldi nema að yfirvöld mælist til um annað eða upp komi ástand sem þarf að bregðast við.

Við í Pálmholti höfum brugðist við með því að leggja mikla áherslu á handaþvott nemenda og starfsmanna sem og að sótthreinsa reglulega borð og stóla og einnig af handföngum og rofum fyrir ljós auk þess sem leikföng verða þrifin oftar en venjulegt er. Í fataherbergjum er sprit og eru foreldrar beðnir um að spritta sig þegar þeir koma með bornin í leikskólann. Börnin skammta ekki matinn sjálf lengur og er það gert svo að færri handfjatli áhöld og skálar. Starfsfólk notary meira hanska en áður og eru einunigs notaðaðar einnota pappírs handþurrkur eða klútar sem þvegnir eru eftir hvert skipti.

Þrátt fyrir þessar varúðarráðstafanir er mikilvægt að halda ró sinni og yfirvegun.

Viðbragðsáætlanir í tenglsum við Pálmhot eru birtar hér.

Viðbragðsáætlun Pálmholts uppfærð 12.03.2020

Viðbrögð vegna veikinda eða fjarveru starfsfólks í Pálmholti

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis.

Heimsfaraldur-Landsáætlun

Kórónuveiran - spurt og svarað fyrir fólk sem vinnur með börnum

Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónu­veirunaGrein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is


© 2016 - 2020 Karellen