Áfallaráð

Áfallaráð skal vera starfandi við alla leikskóla Akureyrar og eru skipaðir 4-6 starfsmenn/stjórnendur í ráðið eftir því hvað hentar skólanum best. Í áfallaráði Pálmholts eru:

• Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri

• Áslaug Á Magnúsdóttir,aðstoðarskólastjóri

• Heiðdís Björk Karlsdóttir, deildarstjóri Asparholti

•Ólöf Pálmadóttir, deildastjóri Furuholti

Hlutverk áfallaráðs: Hlutverk áfallaráðs er að fylgja þessari áætlun eftir og aðlaga að sínum skóla svo bregðast megi hratt og örugglega við þegar áföll hafa orðið s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, ofbeldi, dauðsföll, bruni, náttúruhamfarir eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. Lykilhlutverk áfallaráðs felst í að móta skýra vinnuáætlun þar sem eftirfarandi atriði koma skýrt fram:

✓ Hver sinnir hvaða hlutverki.

✓ Hvernig ber að bregðast við í hverju tilviki fyrir sig.

✓ Hvernig er eftirfylgni háttað.

Lykilatriðið er að huga vandlega að óskum starfsmanna, fjölskyldna og aðstandenda þeirra sem hlut eiga að máli hverju sinni. Hlutverk áfallaráðs er að kynna áfalla- og slysaáætlun skólans og einnig að sjá til þess að allt starfsfólk fái fræðslu er tengist því hvernig bregðast skuli slysum, áföllum og einkennum áfallastreitu hjá börnum og fullorðnum. Áfallaráð sér einnig um að kennarar og annað starfsfólk skólans hafi kost á stuðningi og hjálp eins og kostur er. Öll áföll sem tengjast skólanum skulu tilkynnt skólastjóra eða staðgengli hans. Hann sér um að tilkynna sínum yfirmönnum hvað gerst hefur ef þurfa þykir. Þegar um er að ræða áfall sem líklegt er til að kalla fram áfallastreitu eða sorgarviðbrögð er áfallaráð skólans kallað saman, það á líka við ef slys eða áfall verður utan vinnutíma. Skólastjóri kallar saman áfallaráð og aðra sem þörf er á s.s. deildarstjóra viðkomandi deild.


Áfallaáætlun pálmholts 2020 allt húsið© 2016 - 2021 Karellen