Foreldrafélag Pálmholts.

Markmið foreldrafélagsins er að efla tengsl foreldra í starfi leikskólans og tryggja velferð barnanna sem best. Árlega er kosin ný stjórn á Aðalfundi félagsins að hausti. Foreldrar greiða 3000 kr. í sjóð tvisvar sinnum á ári, í nóvember og mars . Fjölskylduafsláttur er 50% fyrir annað barn og frítt fyrir þriðja barn.

Stjórn félagsins tekur ákvörðun um nýtingu sjóðsins en markmiðið er að nota hann til gagns og gaman og í einhverja þætti sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum leikskólans. Á aðalfundi félagssins haustið 2013 voru lögð fram drög að nýrri sameiginlegri dagskrá og birtast hún hér. Ný nefnd hefur þó fullan rétt á að breyta dagskráliðum hverju sinni sýnist þeim svo.

Starfsemi/lög

verkefni félagsins eru:

1. Haustferð um helgi á eigin bíl- foreldrafélag útvegar léttar veitingar
2. Jólaball. Foreldrafélagið tekur þátt í að greiða jólasveina o.fl.
3. Foreldrafélag kaupir danskennslu og leiksýningu annaðhvert ár á víxl.
4. Borga rútu í sveitaferð að vori sem haldinn verður á leikskólatíma.
5. Stjórnin leitast við að taka þátt í atburðum á vegum leikskólans eins og við hæfi þykir af kennurum t.d á borð við aðkomu að afmæli eða eitthvað í þeim dúr.
6. Á hverju hausti eru keyptar möppur handa nýjum nemendum.
7. Á hverju hausti verði keyptir taupokar handa nýjum nemendum sem þeir geta málað eða teiknað á sjálfir.
8. Keyptir eru fatamerki pennar til að hafa í forstofum.

Foreldrafélagið metur árlega hvort þörf sé á körfum eða áþekkum smáhlutum og hvort að fjármunir séu til staðar til þess að bregðast við því.

Lög foreldrafélags Pálmholts
Síðast samþykkt á Aðalfundi 26.september 2013

 1. Nafn félagsins er Foreldrafélag Pálmholts.
 2. Félagar eru allir foreldrar eða forráðamenn barna á Pálmholti.
 3. Tilgangur félagsins er:
 4. a) að vinna að velferðarmálum barna.
 5. b) að auka samskipti og samstarf foreldra, barna og starfsfólks.
 6. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, og skal skipa a.m.k. fimm manns til minnst eins árs í senn af hverri deild.

Stjórnin skal halda félagsmannaskrá og virkja sem flesta til starfa.

 1. Aðalfundur skal kjósa þrjá foreldra í foreldraráð í samræmi við 11. gr. laga um leikskóla nr. 90/2008.
 2. Aðalfundur skal haldinn fyrir lok september ár hvert og skal til hans boðað með viku fyrirvara til þess að hann teljist löglegur.

Dagskrá fundar skal vera sem hér segir:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Reikningar félagsins.
 3. Kosning stjórnarmanna og varamanns.
 4. Kosning þriggja foreldra í foreldraráð
 5. Kosning eins til þriggja fulltrúa í Umhverfisnefnd
 6. Ákvörðun árgjalds.
 7. Lagabreytingar.
 8. Önnur mál.
 9. Reikningsár félagsins skal vera frá 1. september til 30. ágúst ár hvert.
 10. Árgjöld félagsins skulu ákveðin á aðalfundi, svo og tilhögun innheimtu þeirra.
 11. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda hafi efni breytingatillagna verið getið í aðalfundarboði.
 12. Sé aðalfundur illa sóttur getur stjórnin tilnefnt í stjórn eða boðað nýjan fund.

Reikningsupplýsingar Foreldrafélags Pálmholts
Kennitala 501198-3079
Bankanúmer 1145
Höfuðbók 26
Reikningsnúmer 2122
Skýring greiðslu Nafn barns

Vinsamlegast sendið rafræna kvittun á netfang gjaldkera, freyjaheba@hotmail.com eða með tilkynningu í tölvupósti á sama netfang ef ekki er greitt í heimabanka. Mikilvægt er að kennitala greiðanda komi fram við greiðslu.Stjórn félagsins

Fundargerðir


Ákvæði til bráðabirgða:
Reikningsárið fyrir skólaárið 2011 til 2012 skal vera frá aðalfundi 2011 til 30. ágúst 2012.

Í stjórn foreldrafélagsins skólaárið 2015 – 2016 eru:
Formaður: Eyrún Huld Haraldsdóttir, eyrunhuld@hotmail.com (móðir Egils Ásbergs á Birkiholti Kára Sæbergs á Asparholti)
Gjaldkeri: Freydís Heba Konráðsdóttir, freyjaheba@hotmail.com (móðir Óðins Helga á Birkiholti)
Aðstoðargjaldkeri: Laufey Árnadóttir, larnad@simnet.is (móðir Guðrúnar Völu á Furuholti)
Upplýsingafulltrúi: Lísbet Reykjalín Elvarsdóttir, lisbetreykjalin@gmail.com (móðir Draupnis og Styrmis á Birkiholti)
Ritari: Jónína Björgvinsdóttir, joninabjorgvins@gmail.com (móðir Bríetar Emmu á Furuholti og Hörpu á Víðiholti)
Bjarney Óladóttir, bjarneyola@hotmail.com (móðir Hrafntinnu Rúnar á Greniholti og Alexanders Sveinsóla á Asparholti)
Kristín Hólm Þorleifsdóttir, stinapink@hotmail.com (móðir Helgu Hólm á Víðholti)
Anna Rut Jónsdóttir , annarutjonsdottir@gmail.com (móðir Andrésar Orra og Katrínar Emmu á Víðholti)
Aðstoðarskólastjóri: Áslaug Ágústa Magnúsdóttir (sama@akmennt.is)

© 2016 - 2019 Karellen