Á vordögum 2005 í efra húsi en árið 2007 í neðra húsi var ákveðið að leggja aukna áherslu á umhverfisvernd og stefnan tekin á það að sækja um Grænfána Landverndar í júní 2007 í efra húsi en í júní 2009 í neðra húsi. Þá var farið út í ákveðið ferli, stofnuð var umhverfisnefnd í leikskólanum og fara þurfti í gegnum 7 þrep Landverndar í átt að fánanum eftirsótta. Einn áfanginn var að komast á Græna grein og það náðist vorið 2006 í efra húsi en 2008 í neðra húsi. Börnin hafa farið í gegnum fræðslu um nýtingu og endurvinnslu, hverju er hægt að skila aftur til jarðarinnar og er samstarf við svínabónda sem gefur svínunum sínum þá matarafganga sem börnin hafa safnað handa þeim. Mikil áhersla er lögð á umhverfismennt í öllu starfi skólans og eitt af því sem við vinnum eftir er umhverfissáttmálinn sem allir komu sér saman um og hljóðar svo:
Börn og starfsfólk í Pálmholti ganga vel um nánasta umhverfi og jörðina okkar.
Við leitumst við að auka nægjusemi og nýta betur það sem jörðin gefur af sér.
Einnig að skila henni til baka öllu því sem hægt er með því að flokka, endurnýta, spara orku og draga úr mengun.

Grænfáninn er veittur til tveggja ára í senn. Eftir þann tíma þarf skólinn að sýna fram á að hafa viðhaldið því sem hafði áunnist, ásamt því að bæta einhverju nýju við. Pálmholt fékk endurnýjun á Grænfánanum í júní árið 2016 í fimmta sinn. Að hausti 2017 var ákveðið að hætta í samtökun Grænfána hjá Landvernd en halda áfram að vinna markvisst að umhverfismennt eins og hefur verið. Áfram verður starfandi umhverfisnefnd við skólann sem sér skipulagningu verkefna og að minna starfsfólk og börn skólans á mikilvægi þess að ganga vel um umhverfið með sáttmálann okkar að leiðarljósi.

Unnur Eyfjörð teiknaði fyrir okkur umhverfisálfa sem nemendur gáfu nöfnin Björk og Birkir. Álfarnir eiga að minna okkur á að fylgja umhverfissáttmálanum og eru t.d. staðsettir við rofa og krana.

Árið 2009 heklaði kennari við skólann, Sigrún Ella Meldal, álfa eftir teikningum Unnar Eyfjörð þannig að nú eigum við Björk og Birki í brúðuformi. Þessa álfa notum við markvisst í starfinu.Skref Pálmholts og leiðir í umhverfismennt

1. Umhverfisnefnd. Umhverfisnefnd starfar við skólann og skipuleggur og stýrir verkefninu. Í nefndinni sitja fulltrúar starfsfólks og stjórnenda skólans og haldnir eru fundir með nemendum. Nefndin á að starfa samkvæmt lýðræðislegum leikreglum og nemendur eiga að hafa þar mikið vægi. Mikilvægt er að nefndin haldi reglulega fundi, þar séu skráðar fundargerðir og séð til þess að nemendum sé leiðbeint um hlutverk sitt. Þannig gegnir umhverfisnefndin mikilvægu hlutverki í kennslu í lýðræðislegum vinnubrögðum og lífsleikni.

2. Mat á stöðu umhverfismála. Meta skal stöðu umhverfismála í skólanum t.d. með aðstoð gátlista. Matið á að ná til fjölmargra þátta. Nauðsynlegt er að sem flestir taki þátt matinu.

3. Áætlun um aðgerðir og markmið. Þær upplýsingar sem matið veitir eru notaðar til að gera áætlun um markmið og aðgerðir. Mikilvægt er að skólar setji sér raunhæf markmið, forgangsraði þeim og hafi í huga að ekki þarf að ná öllum markmiðum í einu – verkefnið heldur stöðugt áfram. Best er að setja sér fá og skýr markmið og gjarnan að einhverju leyti mælanleg.

4. Eftirlit og endurmat. Stöðugt eftirlit og endurmat á að tryggja að settum markmiðum sé náð, þau viðurkennd og þeim fagnað og ný markmið sett. Þessi þáttur á einnig að tryggja stöðuga umhverfismenntun í skólanum.

5. Námsefnisgerð og verkefni. Unnin eru verkefni ár hvert sem ýta undir umhverfisvitund nemenda og kennara. Allur skólinn tekur mið af verkefninu t.d. með því að spara vatn, flokka úrgang og minnka rusl. Byggja skal á námsskrá eftir því sem við á og bæta viðeigandi þáttum inn í skólanámskrá í samræmi við umhverfisstefnu.

6. Að upplýsa og fá aðra með. Skóli með umhverfisstefnu hefur áhrif út á við, á sveitarstjórnir, fyrirtæki og samfélag í samræmi við Staðardagskrá 21. Stefna skólans er vel kynnt og við gerð markmiða er samfélagið haft í huga. Verkefni skólans eru kynnt á heimasíðu skólans til upplýsinga og foreldrar og aðrir sem að skólanum koma eru hvattir til að huga vel að umhverfi sínu.

7. Umhverfissáttmáli. Skólanum er settur umhverfissáttmáli sem lýsir í stuttu máli heildarstefnu skólans í umhverfismálum og umhverfismennt og framtíðarsýn. Mikilvægt er að sáttmálinn sé unninn í samvinnu allra sem að skólanum standa og að hann sé vel kynntur innan skólans og utan.

Skýrslur um umhverfismennt

Grænfáninn með landvend

Hringrásir allan ársins hring -lokaskýrsla.

© 2016 - 2021 Karellen