SMT-styðjandi skólafærni

Í Pálmholti störfum við eftir SMT – skólafærni (School management training) eða jákvæðum stuðningi við hegðun nemenda. SMT – skólafærni er útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support /PBS. SMT er hliðstæð aðferð og PMT – foreldrafærni (Parent management training) þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og samræma vinnubrögð starfsfólks. Við skólann er starfandi SMT-skólafærni teymi sem vinnur ötulega að því að allir temji sér notkun á SMT-skólafærninni. Teymið hittist mánaðarlega og fer yfir hvernig gengur og fer yfir SMT-skólafærni vinnu hvers mánaðar fyrir sig. Mjög vel hefur gengið að vinna eftir aðferðinni og hefur skólinn komið vel út úr ytra mati á notkun SMT-skólafærni í daglegu starfi.

Reglutafla pálmholts

Ársáætlun 2020-2021

Hér má finna frekari upplýsingar um SMT og PMT á heimasíðu Akureyrarbæjar

SMT

PMT

© 2016 - 2021 Karellen