Foreldraráð
Samkvæmt lögum um leikskóla skal vera starfandi foreldraráð við skólann og í ráðinu skulu sitja að lágmarki þrír foreldrar. Í Pálmholti er öflugt foreldraráð sem fylgir gildandi starfsreglum og vinnur í nánu samstarfi við leikskólastjóra. Leikskólastjóri skal hafa frumkvæði að kosningu í ráðið í september ár hvert en kosið er til eins árs í senn.
Í foreldraráði sitja:
Gyða Sjöfn Njálsdóttir
Kristín Helga Jónasdóttr
Sindri Kristjánsson
Thelma Björk Sævarsdóttir
Hlutverk foreldraráðs
Hlutverk ráðsins er að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 4. gr., um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leikskólans. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiri háttar breytingar á leikskólastarfi.
Fundargerðir
Fundir eru haldnir 3-4 sinnum á ári og er þá farið yfir þau gögn sem ráðið gefur umsagnir með auk þess sem staða skólans er kynnt s.s. starfsmannahald, fjjöldi barna o.s.frv. Komi upp stærri verkefni s.s. meiriháttar breytingar á starfsemi skólans eru haldnir aukfundir ef þörf þykir. Fundargerðir eru öllum foreldrum opnar og þeir hvattir til að fygljast með því sem fram fer á fundum ráðsins.