COVID 19 - heimsfaraldur

Mjög mikilvægt - Bréf til foreldra frá ríkislögreglustjóra / for parents from head of police

Skólinn verður opinn í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis en foreldrar eru beðnir um að taka tillit til þessara sérstöku aðstæðna og þeir sem geta haft börn sín heima geri það til að létta á starfinu.

Við í Pálmholti höfum brugðist við með því að leggja mikla áherslu á handaþvott nemenda og starfsmanna sem og að sótthreinsa reglulega borð og stóla og einnig af handföngum og rofum fyrir ljós auk þess sem leikföng verða þrifin oftar en venjulegt er. Í fataherbergjum er spritt og eru foreldrar beðnir um að spritta sig þegar þeir koma með boörnin í leikskólann. Spritt er ekki gott fyrir hendur barna svo við hvetjum frekar til handþvotts fyrir þau. Börnin skammta ekki matinn sjálf lengur og er það gert svo að færri handfjatli áhöld og skálar. Starfsfólk notar oftar hanska en áður og eru einunigs notaðaðar einnota pappírs handþurrkur eða klútar sem þvegnir eru eftir hvert skipti.

Bréf til foreldra frá almannavörunum / Letter from authorities to parents:

Bréf almannavarna til foreldra

Letter from authorities to parents and guardians

tostudentsparentsandguardians_polish.pdf

Viðbragðsáætlanir í tenglsum við Pálmhot eru birtar hér.

Viðbragðsáætlun Pálmholts uppfærð 12.03.2020

Viðbraðgsleiðbeiningar - Gátlisti 12.03.2020

skipulag náms í pálmholti frá 16 mars unnið af öryggisráði 15 mars 2020

Fréttabréf fyrir foreldra um skipulag náms frá 16 mars - ? 2020

Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef

Almannavarnir

Landlæknir

covid.is

Heimsfaraldur-Landsáætlun

COVID 19 getur valdið ótta og kvíða hjá börnum

Kórónuveiran - spurt og svarað fyrir fólk sem vinnur með börnum

Svona á að bera sig að þegar rætt er við börn um kórónu­veirunaGrein eftir Kristínu Ólafsdóttir af visir.is


Viðbrögð við veikindum eða fjarveru starfsfólks í Pálmholti

Áætlun um viðbrögð vegna veikinda eða fjarveru starfsfólks í Pálmholti

Ef skólastjóri veikist þá tekur aðstoðarskólastjóri við starfi hans.

Ef báðir skólastjórar veikjast þá taka deildarstjórar við stjórn skólans.

Ef þörf er á fleiri staðgenglum þá er næstur í röðinni sérkennslustjóri.

Ef loka þarf skóla verður það auglýst með tölvupósti til allra foreldra og starfsmanna í gegnum Karellen kerfið með tölvupósti og á heimasíðu skólans. Sérstaklega þarf að huga að erlendum foreldrum. Skólastjóri eða staðgenglar sjá um að senda út skilaboðin. Þau þurfa að vera skýr og einföld. Auglýsingar verða hengdar á útihurðir skólans þar sem lokun er tilkynnt. Sama ferli fer af stað þegar skólinn opnar aftur.

Komi til lokunar skólans verður heimasíða skólans fyrst og fremst notuð til upplýsingamiðlunar. Einnig verður tölvupósti svarað. Ekki er gert ráð fyrir símasvörun á meðan skólinn er lokaður.

Sambandi við heimili barnanna verður fyrst og fremst haldið í gegnum heimasíðu og tölvupóst. Lögð er sérstök áhersla á að minna foreldra á að skoða tölvupóst með reglulegu millibili og einnig smáskilaboð í farsíma.

Fasteignafélag Akureyrar sinnir umsýslu og öryggismálum á meðan á lokun stendur.

Eftir að skólinn opnar aftur þá verður tekið til við skólastarfið þar sem frá var horfið samkvæmt ársáætlun. Huga þarf þá að heilsu og öryggi nemenda og starfsmanna, bregðast við sorg og ótta sem býr með mönnum eftir mikil áföll.


Öryggisráð/Áfallaráð Pálmholts

Öryggisráð fundar daglega klukkan 13:00 og fer yfir stöðu mála og tekur ákvarðanir um viðbrögð sé þess þörf.

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri drifath@akmennt.is

Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri 896-8698 sama@akmennt.is

Heiðdís Björk Karlsdóttir deildarstjóri Asparholti 8654929 systak@akmennt.is
Ólöf Pálmadóttir deildarstjóri Furuholti 8480096olofp@akmennt.is


Stjórnun skólans er í höndum eftirarandi:

Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri, 8651464 drifath@akmennt.is

Áslaug Magnúsdóttir aðstoðarskólastjóri 896-8698 sama@akmennt.is

Hulda Ósk Harðardóttir deildarstjóri Greniholti 8665781 huldaosk@akmennt.is

Heiðdís Björk Karlsdóttir deildarstjóri Asparholti 8654929 systak@akmennt.is
Ingibjörg Þ. Stefánsdóttir deildarstjóri Víðiholt 845-4680 its@akmkennt.is

Hafdís Ólafsdóttir deildarstjóri Birkiholti 8659129 hafdiso@akmennt.is
Ólöf Pálmadóttir deildarstjóri Furuholti 8480096 olofp@akmennt.is

Gunnlaug E. Friðriksdóttir sérkennslustjóri 848-7705 gulla@akmennt.is


Fræðslusvið Akureyrarbæjar Glerárgötu 26 600 Akureyri Heimasíða:

https://www.akureyri.is/is/thjonusta/menntun

Karl Frímannsson 4601456 karl@akureyri.is© 2016 - 2021 Karellen